Andlit

Í andlitsmeðferðum Carita-Snyrting metum við ástand húðarinnar og högum meðferð eftir þörfum þínum og væntingum. Við notum virkar og vandaðar húðvörur, unnar út náttúrulegum innihaldsefnum og án parabena.

 

Húðhreinsun 60 mín:
Óhreinindi hreinsuð burt

 

Yfirborðshreinsun, djúphreinsun með kornakremi. Húðin hituð með gufu, fílapenslar og önnur óhreinindi hreinsuð burt. Hreinsandi maski borinn á húðina sem sefar og róar.
Dagnæring og ráðleggingar um heimameðferð.

 

Nudd og maski:
45.mínútna slökun

Yfirborðshreinsun. Gott nudd á andlit, bringu, herðar og höfuð. Maski valinn með tilliti til húðgerðar og markmiði meðferðar. Dagnæring og ráðleggingar um heimameðferð.

 

Caritu andlitsbað 75 mín:
Dekurmeðferð þar sem lögð er áhersla á góða slökun og virk innihaldsefni

 

Yfirborðshreinsun, djúphreinsun með kornakremi, húðin hituð og kreist ef þess er óskað. 20 mínútna nudd á andlit, bringu, herðar og höfuð.

Djúpvirkandi húðnæring og áhrifaríkur gúmmímaski. Maskinn er fullur virkra innihaldsefna, valinn með tilliti til húðgerðar og markmiði meðferðar. 
Dagnæring og ráðleggingar um heimameðferð.
Þurrkaði ávextir, hnetur og te. ‘
Viljir þú bæta við litun og plokkun veitum við 30% afslátt samhliða Caritu andlitsbaði.

 

Húðslípun 60 mín/90 mín:
Þar sem árangurinn lætur ekki á sér standa

Húðin er yfirborðshreinsuð og djúphreinsuð með kornakremi. Húðin slípuð með húðslípitæki Ultrapeel® Pepita.
Í lokin er maski settur á húðina, valinn með tilliti til húðgerðar og markmiði meðferðar. Dagnæring og ráðleggingar um heimameðferð. Hægt er að bæta við 20 mínútna nuddi á andlit, bringu, herðar og höfuð ef þess er óskað. Mælt er með 3 – 6 meðferðum til að ná góðum árangri.