top of page

Andlit

Í andlitsmeðferðum Carita-Snyrting metum við ástand húðarinnar og högum meðferð eftir þörfum þínum og væntingum. Við notum virkar og vandaðar húðvörur, unnar út náttúrulegum innihaldsefnum og án parabena.

 

Húðhreinsun 60 mín:
Óhreinindi hreinsuð burt

 

Yfirborðshreinsun, djúphreinsun með kornakremi. Húðin hituð með gufu, fílapenslar og önnur óhreinindi hreinsuð burt. Hreinsandi maski borinn á húðina sem sefar og róar.
Dagnæring og ráðleggingar um heimameðferð.

 

Sýrumeðferð:

Sýrur losa um dauðar húðfrumur og örva endurnýjun húðarinnar. Vinnur á fínum línum og hrukkum. Jafnar húð og húðlit, þéttir húð, gefur raka og ljóma. Til þess að fá sem mesta virkni er gott að koma í 4 skipti með stuttu millibili.

 

Caritu andlitsbað 60 mín:
Yfirborðshreinsun, djúphreinsun með kornakremi, nudd á andlit, herðar, höfuð.

Djúpvirkandi maski valin eftir húðgerð og markmiði meðferðar. Dagnæring og ráðlegging um heimamerðferð.

Þurrkaðir ávextir, hnetur og te í lok meðferðar.

Lúxus Caritu andlitsbað 90 mín:

Yfirborðshreinsun, djúphreinsun með kornakremi, litun á augnhár og brúnir með vaxi, nudd á andlit, herðar, höfuð og hendur . Djúpvirkandi maski valin eftir húðgerð og markmiði meðferðar. Dagnæring og ráðlegging um heimamerðferð. 

Þurrkaðir ávextir, hnetur og te í lok meðferðar.

 

Húðslípun 60 mín/90 mín:
Þar sem árangurinn lætur ekki á sér standa

Húðin er yfirborðshreinsuð og djúphreinsuð með kornakremi. Húðin slípuð með húðslípitæki Ultrapeel® Pepita.
Í lokin er maski settur á húðina, valinn með tilliti til húðgerðar og markmiði meðferðar. Dagnæring og ráðleggingar um heimameðferð. Hægt er að bæta við 20 mínútna nuddi á andlit, bringu, herðar og höfuð ef þess er óskað. Mælt er með 3 – 6 meðferðum til að ná góðum árangri.
                                                                                                                                                                          

bottom of page