top of page

Hendur

Paraffín handmaski 15 mín

Hendur djúphreinsaðar með kornakremi og þær nuddaðar með  djúpnærandi handkremi. Hendur settar í heitan paraffínmaska sem eykur sjálfsrakahæfni húðarinnar, húðin öðlast mýkt auk þess sem stirðir og þreyttir liðir mýkjast.

Paraffín handmaski hentar sérstaklega vel fyrir gigtveika og þá sem eru með þurra húð.

Hægt er að panta paraffín handmaska samhliða öllum meðferðum stofunnar.

 

Þjölun og lökkun 30 mín

Neglur þjalaðar og lakkaðar eftir óskum viðskiptavinarins. Róandi handanudd með djúpnærandi handkremi í lok meðferðar.

 

Handsnyrting 60 mín

Neglur þjalaðar og mótaðar, naglabönd mýkt og snyrt. Neglur lakkaðar eftir óskum viðskiptavinarins. Endað á djúpu og slakandi nuddi á hendur og handleggi með djúpnærandi handkremi.

 

Lúxus handsnyrting 90 mín

Neglur þjalaðar og mótaðar, naglabönd mýkt og snyrt. Hendur djúphreinsaðar með kornakremi. Djúpnærandi handkrem borið á hendur og þær settar í heitan paraffínmaska. Neglur lakkaðar eftir óskum viðskiptavinarins. Endað á djúpu og slakandi nuddi á hendur og handleggi með djúpnærandi handkremi.

bottom of page