Fætur

Paraffín fótamaski 15 mín

Fætur djúphreinsaðar með kornakremi og þeir nuddaðir með djúpnærandi fótakremi. Fætur settir í heitan paraffínmaska sem eykur sjálfsrakahæfni húðarinnar, húðin öðlast mýkt auk þess sem stirðir og þreyttir liðir mýkjast.

Hægt er að panta paraffín fótamaska samhliða öllum meðferðum stofunnar.

 

Fótsnyrting 60 mín

Við byrjum á fótabaði með hreinsandi fótasalti. Neglur klipptar og þjalaðar til, þynntar ef þess þarf. Naglabönd mýkt og snyrt og neglur bónaðar. Raspað yfir harða húð og húðin mýkt. Neglur lakkaðar eftir óskum viðskiptavinarins. Endað á djúpu og slakandi nuddi á fætur og fótleggi með djúpnærandi fótakremi.

 

Lúxus fótsnyrting 90 mín

Við byrjum á fótabaði með hreinsandi fótasalti. Neglur klipptar og þjalaðar til, þynntar ef þess þarf. Naglabönd mýkt og snyrt og neglur bónaðar. Fætur djúphreinsaðir með kornakremi. Djúpnærandi fótakrem borið á fætur og þeir settir í heitan paraffínmaska. Neglur lakkaðar eftir óskum viðskiptavinarins. Endað á djúpu og slakand nuddi á fætur og fótleggi með djúpnærandi fótakremi.

 

Fótaaðgerð 60 mín

Meðferðin hefst með fótabaði með hreinsandi fótasalti. Fótamein greind, neglur klipptar, slípaðar og þynntar ef þess þarf. Hörð húð skorin burt og líkþorn fjarlægð séu þau til staðar. Inngrónar neglur réttar með spangarmeðferð og útbúnar hlífar til að aflétta álagi t.d vegna skekkju í fótum. Veitt fagleg ráðgjöf og fræðsla varðandi fótaumhirðu, val á skófatnaði og mikilvægar fótaæfingar. Endað á djúpu og slakandi nuddi á fætur og fótleggi með djúpnærandi fótakremi.