©Carita - Snyrting • Dalshrauni 11 •  220 Hafnarfirði • s: 555-4250 • carita@carita.is

Heim

FÓTAAÐGERÐIR

Hvað er fótaaðgerð?

Fótaaðgerð er löggild heilbrigðisgrein og tilheyra fótaaðgerðafræðingar til heilbrigðisstétta. Sérhæfing fótaaðgerðafræðinga felst í meðhöndlun fótameina á yfirborði húðar fyrir neðan ökkla og í nöglum. Vinna þeirra er í samstarfi við aðrar heilbrigðisstéttir. 

 

Í starfi fótaaðgerðafræðinga felst að:
- greina fótamein

- fjarlægja harða húð, líkþorn og vörtur

- klippa, slípa og þynna neglur

- meðhöndla inngrónar neglur með spangarmeðferð

- viðhalda góðu heilbrigði fóta

- veita fræðslu og faglega ráðgjöf hvað varðar fótaumhirðu, val á hentugum skófatnaði og leiðbeina með mikilvægar fótaæfingar

- útbúa sérhannaðar hlífar sem aflétta álagi vegna skekkju í fótum. Með því má koma í veg fyrir núning og álag á húð sem annars getur leitt til líkþorna

 

Meðal algengustu fótavandamála eru:

- Þykkar neglur

- Niðurgrónar neglur

- Hörð húð

- Sprungur í húð

- Líkþorn

- Vörtur

 

Fyrir hverja er fótaaðgerð?

Konur, karla og börn !

Eða alla þá sem vilja viðhalda heilbrigði fóta en lykillinn að almennri vellíðan er góð umhirða fóta. Við mælum með að sem flestir láti meta fætur sína, fái ráðgjöf um hentugan skófatnað og nauðsynlega fótaumhirðu.

Sykursjúkir, gigtveikir og psoriasissjúklingar eru í sérstökum áhættuhóp vegna fylgikvilla sinna sjúkdóma. Einnig má nefna íþróttafólk og alla þá sem eru undir miklu álagi með fætur sína.

 

Inngrónar neglur og spangarmeðferðir

Líkþorn

Sveppasýking